Hugleiðing dagsins
Ég verð ítrekað vitni að því að þeir sem ná mestum og stöðugustum árangri í bataprógrami GA eru þeir sem fúslega þiggja hjálp frá æðri mætti. Með þvi að þiggja hjálpina erum við að draga úr líkum á því að vera að flækjast sjálf í veg fyrir eigin bata. Vandamál virðast, á einhvern óskiljanlegan hátt, leysast upp og hverfa.

Geri ég mér grein fyrir að sá árangur, sem hlýst af því að vera í sambandi við sinn æðri mátt, byggir alfarið á mér sjálfum en ekki mínum æðri mætti?

Bæn dagsins
Megi ég vera þess fullviss að bata minn og vöxtur er háður því að ég sé í sambandi við minn æðri mátt, ekki bara endrum og sinnum heldur alltaf. Í því felst að snúa sér til síns æðri máttar nokkrum sinnum á dag og biðja um styrk og vitneskju um hans vilja. Þegar mér skilst að líf mitt er hluti af æðri áætlun, þá minnka líkurnar á því að ég hrasi og falli, stefni í ranga átt eða sitji einfaldlega og láti lífið sigla hjá.

Minnispunktur dagsins
Að vera sér meðvitaður um æðri vitund.