Hugleiðing dagsins
Ein alvarlegasta afleiðing ég-ég-ég heilkennisins er að við missum tengsl við nánast alla í kringum okkur – að ekki sé talað um raunveruleikann sjálfan. Kjarni sjálfs-meðaumkunar er fullkomin sjálfs-hrifning, og hún nærir sjálfa sig.Frekar en að hunsa slíkt tilfinnginalegt ástand – eða afneita því að svoleiðis sé ástatt fyrir okur – þá verðum við að draga okkur sjálf upp úr sjálfs-hrifningunni, stíga skref aftur á bak og skoða okkur sjálf á heiðarlegan hátt. Þegar við höfum borið kennsl á sjálfs-meðaumkuninna og séð hana í réttu ljósi, þá getum við byrjað að gera eitthvað í málinu.

Lifi ég í vandamálinu en ekki í lausninni?

Bæn dagsins
Ég bið þess að sjálfshverfa mín rakni upp og missi tök sín á mér og hleypi öðrum að. Megi hinn eymdarlegi ég-ég-ég grátur minn verða að við-við-við söngi GA félagsskaparins, þegar við skoðum í sameiningu sjálfs-hverfu okkar.

Minnispunktur dagsins
Umbreyta ég-ég-ég yfir í við-við-við.