Hugleiðing dagsins
Með tímanum, þegar við höfum sótt GA fundi í einhvern tíma, verðum við fær um að þekkja þá GA félaga sem virðast hafa ofgnótt af æðruleysi. Við drögumst að slíku fólki. Okkur til furðu þá kemur það fyrir að þeir sem virðast hvað þakklátastir fyrir blessun dagsins eru þeir sem eru að takast á við erfiðustu, samfelldu vandamálin heima fyrir eða í vinnunni. Samt hafa þeir hugrekki til þess að snúa sér frá slíkum vandamálum og leggja virka ástundun á lærdóm og að hjálpa öðrum í GA prógraminu. Hvernig hafa þeir öðlast slíkt æðruleysi? Það hlýtur að vera vegna þess að þeir treysta minna á sjálfan sig og eigin takmörkuðu ráð og leggja traust sitt á sinn æðri mátt.

Er ég að öðlast æðruleysi? Eru gjörðir mínar farnar að endurspegla mína innri trú?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei hætta að fyllast lotningu yfir því æðruleysi sem ég verð vitni að hjá öðrum GA félögum – æðruleysi sem endurspeglar fyrirhafnarlausa uppgjöf þeirra gagnvart æðri mætti. Megi ég draga þann lærdóm af þeim að hugarró er möguleg jafnvel frammi fyrir erfiðum vandamálum. Megi ég og draga þann lærdóm að ég verð, endrum og sinnum, að snúa mér frá vandamálum mínum og nýta mér það guðs-gefna æðruleysi sem er til staðar innra með mér.

Minnispunktur dagsins
Æðruleysi er að sætta sig við fyrirætlan guðs.