Hugleiðing dagsins
Ég man eftir því að hafa heyrt einhvern í GA prógraminu segja, “Að lifa er að vera ýmist sammála eða ósammála alheiminum.” Það er heilmikill sannleikur í þessari fullyrðingu, því ég er jú bara lítið tannhjól í gangverki alheimsins. Þegar ég reyni að hafa stjórn á hlutunum og láta allt fara eftir mínu höfði, þá upplifi ég einungis vonbrigði og finnst mér hafa mistekist. Ef ég á hinn bóginn læri að sleppa tökunum, þá mun velgengni sannarlega fylgja í kjölfarið. Þá mun mér veitast tími til þess að njóta velgengni, vinna í eigin takmörkunum og lifa til fulls í núinu.

Trúi ég því að ef ég ástundi Ellefta Sporið þá muni ég öðlast þá vitneskju sem ég þarf á að halda – þegar ég bið um að öðlast skilning á því sem er mér fyrir bestu og mátt til að framkvæma það?

Bæn dagsins
Megi ég ná áttum með Ellefta Sporinu – en falla ekki í gömlu gryfjuna og útbúa lista fyrir guð með tilmælum, kvörtunum og grátbeiðnum. Megi ég hætta að geta mér til um vilja guðs með mínum fyrirfram gefnu niðurstöðum, og biðja þess í stað einvörðungu um að hans vilji verði. Megi ég sjá allt það sem fer vel í stað þess að velta mér upp úr því að grátbæna.

Minnispunktur dagsins
Hætta að útbúa lista fyrir guð.