Hugleiðing dagsins
Það kemur fyrir, þegar ég fer með æðruleysisbænina aftur og aftur, að hún tapar merkingu sinni. Ég reyni því að hugsa um merkingu hverrar setningu þegar ég fer með bænina, hvort sem það er í hljóði eða upphátt. Þegar ég einblíni svona á innihaldið þá eykst skilningur minn samhliða getu minni til þess að skilja muninn á því sem ég get breytt og því sem ég get ekki breytt.

Átta ég mig á því að mestu framfararnir í mínu lífi munu koma þegar ég næ að breyta viðhorfi mínu og hegðun?

Bæn dagsins
Megi minn æðri máttur sýna mér fram á nýja og dýpri merkingu í æðruleysisbæninni í hvert sinn sem ég fer með hana. Megi ég sjá betur og betur þann sannleik sem hún hefur að geyma, þegar ég beiti henni á mismunandi aðstæður og samskipti í lífi mínu. Megi ég átta mig á að æðruleysi, hugrekki og vit eru það eina sem ég þarf til þess að takast á við lífið, en um leið að ekkert af þessu hefur gildi nema það grundvallist á trausti mínu á minn æðri mátt.

Minnispunktur dagsins
Uppskrift guðs fyrir lífið; æðruleysi, hugrekki og vit.