Hugleiðing dagsins
Þegar ég hugleiddi fyrst, að láta vilja minn og líf lúta handleiðslu guðs eins og ég skil hann, þá óraði mig ekki fyrir þerri umbun sem það hefði í för með sér. Nú get ég glaðst, í skjóli eigin bata sem og í ljósi bata þeirra fjölmörgu sem hafa fundið von og nýtt líf í GA prógraminu. Eftir hin fjölmörgu hörmungarár sóunar og hörmunga, þá geri ég mér grein fyrir því í dag að guð var ætíð við hlið mér og hliðhollur mér.

Er ekki skýr skilningur minn á vilja guðs eitt það besta sem hefur komið fyrir mig?

Bæn dagsins
Megi ég vera þakklátur fyrir hinar skörpu andstæður á lífi mínu eins og það var (Fyrri hluti) og þess hvernig það er í dag (Seinni hluti). Í Fyrri hluta var ég virki spilafíkillinn, sem varð stöðugt að vera að aðhafast eitthvað, með ranghugmyndir og ótta í farteskinu. Í Seinni hluta er ég spilafíkill í bata, sem fær að enduruppgötva eigin tilfinningar, viðurkenna ábyrgð mína, og stöðugt að læra hvað hið raunverulega líf hefur upp á að bjóða. Án þessarar skörpu andstæðu þá myndi ég ekki finna fyrir þeirri gleði sem ég upplifi í dag eða þeirrar friðsælu nærveru míns Æðri Máttar sem ég finn fyrir.

Minnispunktur dagsins
Ég er þakklátur fyrir svona andstæðu.