Hugleiðing dagsins
Það er himin og haf á milli sjálfselsku og þess að elska sjálfan sig. Sjálfselska endurspeglar upplásið sjálf, sem okkur – í misskilinni hugmynd um eigið mikilvægi – finnst að heimurinn eigi að snúast um. Sjálfselska er gróðrarstía fjandskapar, hroka, og fjölda annarra persónuleikagalla, sem hindra okkur í að sjá hlutina með annarra augum. Að elska sjálfan sig er, á hinn bóginn, getan til þess að kunna að meta okkar eigin virðingu og gildi sem mennskrar veru. Að elska sjálfan sig er sprottið af sjálfsþekkingu, sem er rótin að aðmýkt og hógværð.

Trúi ég því að ég sé hæfastur til þess að elska aðra þegar ég hef lært að elska sjálfan mig?

Bæn dagsins
Megi guð, sem elskar mig, kenna mér að elska sjálfan mig. Megi ég sjá að þeir einstaklingar sem eru hrokafyllstir og afskiptasamastir eru í raun ekki eins öruggir með sjálfa sig og þeir vilja líta út fyrir að vera. Þeir eru þess í stað líklegir til þess að hafa mjög lélega sjálfsmynd, óöryggi sem þeir fela með sýndarmennsku og látalátum. Megi guð sýna mér að þegar ég er fær um að líka við sjálfan mig, þá er ég sannarlega að lofa hann, þar sem allar lifandi verur eru hans verk.

Minnispunktur dagsins
Ég mun reyna að líka við sjálfan mig.