Hugleiðing dagsins
Nafntogaður heimspekingur ritaði eitt sinn “Okkar eigið sjálf er vel falið fyrir okkar eigin sjálfi.” “Af öllum fjársjóðsnámum heimsins þá er okkar eigin sú síðasta sem við gröfum í.” Tólf BataSpor GA hafa hjálpað mér að afhjúpa mitt “eigið sjálf,” sem var svo lengi hulið undir örvæntingarfullri þörf minni á viðurkenningu frá öðrum. Ég er byrjaður að öðlast sanna tilfinningu fyrir sjálfum mér og fá þægilegt sjálfstraust, þökk sé GA prógraminu og mínum Æðri mætti. Ég þarf ekki lengur að bregða mér í mörg líki, stöðugt skiptandi um hlutverk þegar ég reyni að falla inn í hópinn.

Keppi ég að því á öllum stundum að vera sannur gagnvart sjálfum mér?

Bæn dagsins
Ég bið þess að ég megi vera heiðarlegur við sjálfan mig og að ég muni halda áfram – með guðs hjálp og vina minna – að reyna að þekkja sjálfan mig. Megi ég vita að ég verð ekki skyndilega heill, heilsteyptur, samkvæmur sjálfum mér; það getur og mun taka tíma að þroskast, að átta mig á eigin gildum og forgangsatriðum. Megi ég gera mér grein fyrir að ég hef fengið góða byrjun á þeirri vegferð að verða ég sjálfur.

Minnispunktur dagsins
Ég er á leið með að verða sá sem ég vil verða.