Hugleiðing dagsins
Í fjórða sporinu er mælst til þess að við gerum óttalaus, siðferðisleg og fjárhagsleg reikningsskil í lífi okkar. Fyrir mörg okkar og sérstaklega fyrir nýliðann þá virðist það vera ógjörningur. Í hvert einast skipti sem við setjumst niður og ætlum að byrja að horfa inn á við þá kemur Stoltið í veg fyrir það og segir, með hæðnisglotti, “Hér er ekkert sem þú þarft að skoða” Og Óttinn kemur Stoltinu til hjálpar og segir “Það er eins gott fyrir þig að vera ekki að skoða neitt hér.” En á endanum komumst við að því að stolt og ótti eru jafnáþreifanleg og reykur, þau leysast upp fyrir augum okkar. Þegar við blásum þeim í burt og gerum óttalaus reikningsskil, þá finnum við fyrir létti og öðlumst nýja tiltrúa á okkur sjálf. Tiltrú sem orð geta ekki lýst.

Hef ég gert reikningsskil í lífi mínu? Hef ég deild ávinninginum með öðrum, til þess að hvetja þá áfram?

Bæn dagsins
Megi ég ekki láta eigin tregðu hindra mig í að gera siðferðisleg reikningsskil í lífi mínu. Megi ég ekki byrja á Fjórða Sporinu einvörðungu til þess að láta staðar numið vegna þess að verkefnið vex mér í augum. Megi ég vita að reikningsskilin mín í dag, jafnvel þó ég reyni að vera fullkomlega heiðarlegur, verða aldrei tæmandi. Því ég er stöðugt að uppgötva eitthvað nýtt í eigin fari, sem ég var blindur á í gær.

Minnispunktur dagsins
Þökk sé guði fyrir framfarir.