Hugleiðing dagsins
Í GA prógraminu er okkur kennt að það er einungis eitt sem hindrar okkur í að bæta fyrir brot okkar. Og það er þegar uppljóstrunin skaðar þann sem við viljum biðja afsökunar eða, jafn mikilvægt, einhvern nákominn honum. Við getum, svo dæmi sé tekið, tæplega létt á samvisku okkar með því að segja grunlausum maka frá framhjáhaldi okkar í smáatriðum. Þegar við erum skeytingarlaus og íþyngjum öðrum þá getur það tæpast létt okkar eigin byrði. Það getur því stundum verið merki um sjálfselsku þegar við “segjum allt af létta”. Þegar við bætum fyrir gjörðir okkar þá skyldum við gæta þess að beita háttvísi, skynsemi, tillitssemi og auðmýkt – án þess að vera þýlunduð.

Stend ég keikur, sem guðsbarn, og lúti engum?

Bæn dagsins
Megi Guð sýna mér að sjálfshatur gegnir engu hlutverki þegar ég bæti fyrir gjörðir mínar. Né heldur leikrænir tilburðir sjálfs-umburðarlyndis. Ég bið minn Æðri mátt auðmjúklega að leiðbeina mér þegar ég legg mig allan fram um að viðhalda, á þroskaðan hátt, samböndum mínum við annað fólk, líka þau sem eru tilfallandi eða brothætt.

Minnispunktur dagsins
Að bæta fyrir gjörðir sínar er lagfæring.