Hugleiðing dagsins
Sjálfsánægja er óvinur minn, við eigum auðvelt með að sjá hana hjá öðrum en erfitt með að bera kennsl á hana og viðurkenna hjá sjálfum okkur. Sjálfsánægja merkir einfaldlega að vera viss um að maður hafi alltaf rétt fyrir sér – taka það sem gefið að maður geti ekki haft rangt fyrir sér. Í sjálfsánægju felst einnig að dæma aðra út frá því sem við teljum vera rétt. Sjálfsánægja útilokar skilning og vinsemd og virðist réttlæta eiginleika hjá okkur sem við sjálf myndum finnast vera óþolandi hjá öðrum.

Hneigist ég til þess að gera ráð fyrir því að mín sjónarmið séu ætíð rétt?

Bæn dagsins
Guð, beindu mér af braut sjálfsánægjunnar, því hugarástandi að hafa ætíð rétt fyrir mér. Þegar ég er drjúgur með sjálfan mig þá er ég ekki lengur leitandi. Ef ég geri ráð fyrir að ég hafi ætíð rétt fyrir mér þá er ég ekki á varðbergi fyrir eigin mistökum, mistökum sem geta leitt mig í ógöngur. Guð gefi að ég verði fær um að læra. Guð gefi að ég vaxi, í hjarta, huga og andlega.

Minnispunktur dagsins
Sjálfsánægja bregður fæti fyrir vöxt.