Hugleiðing dagsins
Megintilgangur GA prógramsins er að frelsa okkur frá spilafíkn, án þess frelsis höfum við ekkert. En þar með er ekki hægt að segja sem svo; “spilafíkn er eina vandamálið sem ég á við að etja. Fyrir utan spilafíkn, þá er ég frábær persóna. Ef ég bara losna við fíknina þá er ég á grænni grein.” Ef ég blekki sjálfan mig með slíkum villandi pælingum, þá mun ég að öllum likindum ekki ná neinum árangri í að takast á við raunveruleg vandamál og ekki getað axlað ábyrgð. Það mun fljótlega leiða til þess að ég fell og fer aftur að spila. Það er vegna þessa sem tólf sporin hvetja okkur til þess að “beita þessum grundvallaratriðum í öllum þáttum daglegs lífs.”

Snýst líf mitt bara um það að vera laus við spilafíknina eða einnig um lærdóm, þjónustu og kærleika?

Bæn dagsins
Megi ég njóta þess og vera þakklátur fyrir bindindi mitt, sem er uppspretta alls góðs. En megi mér auðnast að láta ekki þar staðar numið heldur reyna að öðlast skilning á sjálfum mér, eðli guðs og mannkyns. Frelsi frá fíkninni er fyrsta frelsið. Megi ég vera þess fullviss að fleira mun fuylgja í kjölfarið – frelsi frá þröngsýni, frelsi frá óróleika vegna innibyrgðra tilfinninga, frelsi frá því að vera öðrum háður, frelsi frá tilveru án guðs. Megi prógramið sem leysti bráða þörf mína einnig leysa úr þrálátri þörf minni.

Minnispunktur dagsins
Frelsun frá spilafíkn er bara byrjunin.