Hugleiðing dagsins
Ég er smátt og smátt að losna við frestunaráráttu mína. Ég var vanur að fresta öllu til morguns og það leiddi auðvitað til þess að ég kom engu í verk. Í stað þess að drífa hlutina af þá var mitt mottó “á morgun er nýr dagur.” þegar ég var virkur þá hafði ég mikilfenglegar áætlanir; þegar ég svo var á niðurtúr þá var ég of þunglyndur til þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Mér hefur lærst í GA prógraminu að það er mun betra að gera einstaka sinnum mistök heldur en að koma aldrei neinu í verk.

Er mér að lærast að “drífa þetta af”?

Bæn dagsins
Megi guð hjálpa mér að læknast af mínum vanalega seinagangi og drolli og “koma mér til kirkju á réttum tíma.” Megi ég losa sjálfan mig undan þessari sjálfsköpuðu óreiðu sem fylgir ævilangri frestunaráráttu; bókasafnsbækur komnar langt fram yfir skiladag, of seinn á stefnumót , verkefnum skilað of seint, ekki staðið við skilafrest, máltíðir hálfeldaðar. Megi ég átta mig á að ég sem óvirkur spilafíkill þarfnast þess að hafa hlutina í röð og reglu. Megi guð veita mér það æðruleysi sem ég þarf til þess að koma daglegu lífi mínu í gott skipulag.

Minnispunktur dagsins
Ég læt ekki þá tilhneigingu mína til þess að fresta hlutunum trufla mig svo ég fari að fresta hlutunum.