Hugleiðing dagsins
“Við erum vanafastar verur. Við erum það sem við gerum, aftur og aftur. Að skara fram úr er því ekki athöfn, heldur ávani.” Þetta sagði gríski heimspekingurinn Aristóteles fyrir meira en 2000 árum. Ef ég endurtek spilahegðun mína, þá verður liklegra að ég haldi henni áfram. Með því að mæta stöðugt á fundi, tala við minn Æðri Mátt, tala um tilfinningar mínar og vera í sambandi við aðra GA félaga á milli funda, þá verð ég á endanum það sem ég ástunda: hluti af GA félagsskapnum. Ef ég held áfram að gera þessa hluti, þá verður líklegra að ég geri það aftur og aftur.

Geri ég mér grein fyrir því að allt sem ég legg til á fundum, sama hversu smátt það er, gefur mun betri ávöxtun en nokkurt það veðmál sem ég hef tekið þátt í og jafnvel betri en stærsti vinningur sem ég hef fengið?

Bæn dagsins
Megi það sem ég geri endurtekið í dag vera í samræmi við vilja míns Æðri Máttar. Megi mér skiljast að, þrátt fyrir að fullkomnun sé ekki takmark mitt, þá eru framfarir mögulegar og að ég geti skarað fram úr í öllu því sem ég geri til þess að viðhalda bata mínum. Hjálpa mér að losa sjálfan mig við mína eyðileggjandi ávana og setja í staðinn þann ávana sem hjálpar mér í batanum.

Minnispunktur dagsins
Bati er ekki athöfn, hann er ávani.