Hugleiðing dagsins
Eitt sinn er ég var á fundi, sem var haldinn í kirkju, sá ég steindan glugga er á stóð “Guð er kærleikur.” Af einhverri ástæðu þá skynjaði hugur minn þessi orð á eftirfarandi hátt; “Kærleikur er Guð.” Þegar ég leit í kringum mig á fundinum þá áttaði ég mig á því að hvorutveggja er rétt, því yfir fundinum sveif andi kærleiks og krafts. Ég ætla að halda áfram að leita uppi þennan kærleik og kraft, þar sem ég fylgi GA prógraminu, eins og líf mitt liggi við – sem það í raun gerir.

Þýðir lífið, fyrir mig, það að lifa lífinu í gleði og þægindum-á virkan hátt?

Bæn dagsins
Megi ég skynja þann kærleiksanda sem gefur bænum okkar styrk. Megi ég finna fyrir einingunni í þessu herbergi, þá samansöfnun kærleks sem gefur fundinum þann kraft sem hann býr yfir. Megi ég finna fyrir þeirri einstöku ást á æðri mætti, sem kærleikur okkar endurspeglar.

Minnispunktur dagsins
Kærleikur er Guð.