Hugleiðing dagsins
Þegar ég sannfæri loksins sjálfan mig um að sleppa tökunum á vandamáli sem er búið að valda mér hugarangri – þegar ég stíg til hliðar og læt guði eftir að takast á við vandann – þá losna ég samstundis við hugarangrið. Ef ég held áfram að flækjast ekki fyrir sjálfum mér, þá byrja lausnir að koma í ljós og ég tek eftir þeim. Ég er farinn að gera mér betur og betur grein fyrir mínum eigin takmörkunum. Og ég er farinn að læra að sleppa takinu og treysta mínum Æðri Mætti fyrir því að koma með svörin og sjá um hjálpina.

Heg ég það hugfast að einungis guð er al-vitur og alls-megnugur?

Bæn dagsins
Ef ég rekst á hindrun, megi ég læra að stíga til hliðar og láta guð um að fjarlægja hana. Megi ég gera mér grein fyrir mennskri takmörkun minni þegar kemur að því að leysa vandamál, því ég get aldrei getið mér til um hvernig guð leysir vandann fyrr en ég sé lausnina. Megi ég vita að það er sama hvaða lausn ég finn, guð hefur líklegast betri lausn.

Minnispunktur dagsins
Guð er með betri lausn.