Hugleiðing dagsins
Við sjáum oft félaga í GA – biðja heitt og innilega – um leiðsögn guðs í málefnum allt frá miklum erfiðleikum yfir í litilvæg málefni eins og hvað eigi að reiða fram í veislu. Þó svo að þessir félagar meini vel þá er þeim hætt við að þröngva sínum vilja inn í allar aðstæður – í þeirri fullvissu að þau séu að fylgja vilja guðs. Í rauninni eru slíkar bænir ekkert annað en sjálfs-afgreiðsla á heimtingu á “svari” frá guði; þær tengjast lítið því sem GA prógramið mælir fyrir um í Ellefta Sporinu.

Reyni ég eftir fremsta megni að kynna mér rækilega hvert og eitt af Sporunum, og hafa þau að leiðarljósi í hverju sem ég tek mér fyrir hendur?

Bæn dagsins
Megi ég ekki gera þau algengu mistök að útlista mínar eign lausnir fyrir guði og biðja síðan um samþykki hans á þeim. Megi ég grípa sjálfan mig ef ég er ekki nægilega opinn fyrir leiðsögn guðs. Og passa mig á því að vera ekki að biðja um samþykki hans né velþóknun á því sem ég vil að gerist.

Minnispunktur dagsins
Er ég að leita að velþóknunarstimpli guðs?