Hugleiðing dagsins
Henry Ward Beecher skrifaði; “Erfiðleikar eru sendiferðir guðs og þegar við erum send í eina slíka þá ættum við að líta á það sem sönnun á velþóknun guðs.” Ég er byrjaður að sjá að gömlu vandamálin mín voru í raun af mínum eigin völdum. Þó svo að ég hafi ekki séð það á þeim tíma, þá var ég fullkomið dæmi um það sem í GA prógraminu er kallað “óskundi af völdum sjálfs-vilja.” Í dag tek ég erfiðleikum sem merki um tækifæri til þess að vaxa og þroskast og sem sönnun á trausti guðs á mér.

Trúi ég því að guð mun aldrei ætla mér meira en ég get tekist á við?

Bæn dagsins
Megi ég trúa því staðfastlega að guð hafi trú á mér til þess að takast á við eigin vanda, að þau vandamál sem ég stend frammi fyrir séu í réttu hlutfalli við styrk minn og getu mína til þess að standa undir þeim og halda haus. Megi ég líka skilja að það er trú mín á guði sem kemur í veg fyrir að ég brotni niður.

Minnispunktur dagsins
Guð hefur trú á mér, vegna þess að ég hef trú á guði.