Hugleiðing dagsins
Vinkona mín í GA sagði mér frá uppáhalds sálminum sínum úr bernsku: “Opna augu mín svo ég megi sjá svipmynd sannleikans sem þú ætlar mér.” Og það er í raun það sem GA prógramið hefur gert fyrir mig – það hefur opnað augu mín fyrir raunveruleikanum sem felst í spilafíkn minni og einnig fyrir því gleðiríka lífi sem ég get öðlast ef ég tileinka mér þau gildi sem felast í Tólf Sporum GA.

Er ég, með því að stunda bæn og hugleiðslu, að styrkja og efla sjálfsþekkingu mína það mikið að ég sé farinn að sjá kærleika guðs að verki í sjálfum mér og því sem ég tek mér fyrir hendur?

Bæn dagsins
Megi þau sannleikskorn, sem ég glitti í þegar ég vinn Sporin, byrja að safnast saman og mynda skínandi leiðarstjörnur. Megi ég vita að slíkar stjörnur eru allt sem ég þarf til þess að komast á beinu brautina. Megi ég losna undan þeirri þörf að stoppa í hverri höfn til þess að finna leiðina. Þessar leiðarstjörnur eru ætíð til staðar fyrir mig til þess að finna réttu leiðina.

Minnispunktur dagsins
Finndu leiðarstjörnurnar og fylgdu þeim.