Hugleiðing dagsins
GA prógramið kennir mér að stefna að framförum, ekki fullkomnun. Þessi einfalda áminning er mér mikil hughreysting, því í henni felst grundvallarmunurinn á lífi mínu í dag og því hvernig það var áður en ég kom í GA. Fyrir GA þá var fullkomnun – í öllum sínum ómöguleika – mitt helsta markmið. Í dag get ég aftur á móti sætt mig við það að þó svo að mér mistakist endrum og sinnum, þá er ég ekki misheppnaður – og þó svo að sumt gangi ekki upp hjá mér þá er ég ekki ómögulegur. Og ég get unnið Tólf Bataspor GA í sömu sátt við sjálfan mig.

Trúi ég því að einungis Fyrsta Sporið sé hægt að vinna fullkomlega, og að það sem hin Sporin tákni sé fullkomin hugsjón?

Bæn dagsins
Guð, kenndu mér að losa mig við gömlu markmiðin um ofurmannlega fullkomnun í hverju því sem ég geri og segi. Ég geri mér loks grein fyrir því að fullkomnunaráráttan var ávísun á mistök, því ég gat aldrei staðið undir eigin háleitu væntingum. Nú, þegar ég sé loks mynstrið í eigin hegðun, megi ég þá læra að hætta að forrita mig til mistaka.

Minnispunktur dagsins
Ég get leitast við að verða ofur mennskur, en ekki ofurmenni.