Hugleiðing dagsins
Þegar við, á áráttukenndan hátt, reynum að verða fullkomin, þá sköðum við okkur sjálf nær undantekningalaust. Svo dæmi sé tekið þá hættir okkur til að gera úlfalda úr mýflugu, lítil vandamál verða óyfirstíganleg. Annað dæmi er þegar við verðum svekkt, pirruð og örvæntingafull þegar við stöndum ekki undir þeim óraunhæfu væntingum sem við gerum til okkar sjálfs. Og þetta verður svo til þess að við verðum síður í stakk búin til þess að takast á við lífið eins og það er.

Get ég lært að gefa örlítið eftir? Get ég beitt mér, með kyrrum huga, á þann hátt sem er raunhæfur og sem er unnt að ná?

Bæn dagsins
Megi ég sjá að ef ég set mér ómöguleg markmið þá er ég að búa til handhæga afsökun fyrir því að mistakast. Það er lika vísbending um skorti á raunveruleikaskyni, að gera mér ekki grein fyrir eigin getu og hvenær ég geti beitt henni. Megi ég læra að setja mér raunhæf markmið, með hjálp GA og míns Æðri Máttar. Þessi markmið kunna að virðast fáránlega lítil í mínum augum, eftir öll þessi ár þar sem ég setti mér svo ómöguleg markmið að þau voru fullkomlega óraunveruleg. En megi ég, með því að brjóta verkefnin niður í smærri hluta, þá sjá að ég geti áorkað mörgu af því sem mig dreymdi um og er að takast á við.

Minnispunktur dagsins
Að brjóta stór verkefni niður í litla hluta.