Hugleiðing dagsins
Við vorum eins og ráðþrota beiningamenn þegar við komum í GA. Þegar við fórum svo að iðka Tólf Spor GA þá uppgötvuðum við dýrmætan hlut innra með okkur. Við fundum æðruleysi, sem gerir okkur fær um að vera afslöppuð og líða vel í öllum aðstæðum. Við öðlumst styrk og vöxum – með hjálp guðs eins og við skiljum hann, með hjálp félaganna í GA prógraminu og með því að beita Tóf Bata Sporum á líf okkar.

Getur nokkur tekið hið nýja líf af mér?

Bæn dagsins
Megi bænir hins örvæntingafulla beiningamanns, sem ég kom með sem nýliði í GA, umbreytast í friðsæla uppgjöf. Nú, þegar ég hef séð hvað hægt er að gera með hjálp GA prógramsins og óendanlegum styrk Æðri Máttar, megi þá gjöf mín til annarra endurspegla þá sannfæringu. Ég bið þess að ástvinir mínir hafi þá trú sem til þarf til þess að finna sína eigin andlegu vakningu og þá friðsæld sem því fylgir.

Minnispunktur dagsins
Friður – innri sem ytri – er mesta blessunin.