Hugleiðing dagsins
Áður en ég gerðist félagi í GA þá hafði ég ekki hugmynd um hvað það var að “Lifa í Núinu.” Ég varð oft upptekinn af því sem gerðist í gær, í síðustu viku eða jafnvel fyrir 5 árum síðan. Og það sem verra var, ég eyddi mörgum stundum í að spá í hugsanleg vandamál sem gætu komið upp í framtíðinni. Walt Whitman, bandarískt skáld og blaðamaður, skrifaði eytt sinn “Fyrir mig er hver stund dags og nætur ólýsanlegt og fullkomið undur.”

Get ég trúað því í einlægni?

Bæn dagsins
Lát mig einvörðungu bera þunga 24 stunda í senn, en ekki burðast með eftirsjá fortíðar né heldur kvíða morgundagsins. Lát mig anda að mér blessun hvers nýs dags og halda byrði minni takmarkaðri við einn sólarhring í senn. Megi ég læra það jafnvægi sálarinnar sem fæst við að halda nánd við guð.

Minnispunktur dagsins
Ekki fá að láni frá morgundeginum.