Hugleiðing dagsins
Drjúgan part af ævinni sá ég hlutina bara í neikvæðu ljósi. Allt var svo alvarlegt, erfitt eða hreint og klárt ömurlegt. En núna get ég kannski breytt afstöðu minni, með því að leita uppi þá félaga mína í GA prógraminu, sem hafa lært að lifa hinu raunverulega lífi á þægilegan hátt – án þess að stunda fjárhættuspil.

Ef hlutirnir verða erfiðir í dag, get ég þá tekið mér smá pásu og sagt við sjálfan mig, eins og heimspekingurinn Hómer sagði eitt sinn, “Ver þolinmótt, hjarta mitt kært – því þú hefur mátt þola erfiðari stundir”?

Bæn dagsins
Megi friður guðs, sem fyllir alla mennska skynjun, fylla það rúm innra með mér sem áður var fullt af örvæntingu. Megi skilningur á lífinu – líka þrautunum – eyða minni gömlu neikvæðu afstöðu. Á stundum, þegar hjarta mitt er fullt af sorg, hjálpa mér að muna að sorgin var þyngri áður fyrr.

Minnispunktur dagsins
Ég er sigurvegari – í besta skilningi þess orðs.