Hugleiðing dagsins
Dagurinn í dag er dagurinn sem ég bað um og sem mér var gefinn styrkur fyrir. Það eitt og sér er kraftaverk. Sú staðreynd að ég sé á lífi er kraftaverkið mikla sem mun verða grunnurinn að fleiri kraftaverkum, að því tilskyldu að ég haldi mig við þá góðu hluti sem komu mér á þennan stað.

Er ég þakklátur fyrir það að mér hafi verið gefinn þessi dagur?

Bæn dagsins
Megi gæska Guðs og miskunn umlykja mig á hverjum degi lífs míns. Megi ég aldrei hætta að undrast hið mikla kraftaverk lífs míns – þá staðreynd að ég sé á líf, hér, á þesari grænu grund, og æ heilbrigðari fyrir tilstuðlan tækjanna og tólanna sem færðu mér lífsbjörgina. Fyrst að Guð kaus að gefa mér líf og viðhalda því, jafnvel í gegnum hættur spilafíknarinnar, megi ég þá ætíð hlusta eftir fyrirætlan hans varðandi mig. Megi ég alltaf trúa á kraftaverk.

Minnispunktur dagsins
Líf mitt er kraftaverk.