Hugleiðing dagsins
Ég átti það til að segja “Af hverju ég?” hér áður fyrr og jafnvel einstaka sinnum nú, þegar ég reyni að átta mig á því að það fyrsta sem ég þarf að sætta mig við eru núverandi aðstæður mínar, sjálfan mig eins og ég er og fólkið í kringum mig eins og það er. Á sama hátt og ég varð að sætta mig við það að ég get ekki stjórnað spilafíkn minni, þá get ég heldur ekki stjórnað fólki, stöðum og hlutum.

Er mér að lærast að sætta mig við lifið á skilmálum þess?

Bæn dagsins
Megi ég læra að hafa stjórn á þörf minni að stjórna, þeirri áráttu minni að hafa stjórn á , snyrta til, skipuleggja og setja merkimiða á lif annarra. Megi mér lærast að sætta mig við fólk og aðstæður eins og þau eru en ekki eins og ég myndi vilja hafa þau. Megi ég á þann hátt losna við þau vonbrigði sem stjórnsöm manneskja verður sífellt fyrir þegar hún reynir að stjórna lífi annarra. Megi ég vera þess albúinn að losna við þessa skapgerðarbresti mína.

Minnispunktur dagsins
Stjórn á stjórnandanum (mér).