Hugleiðing dagsins
Þegar ég sest niður og gef mér tíma til þess að bera saman hvernig líf mitt er í dag og svo hvernig það var þegar ég var enn að spila, þá er munurinn ótrúlegur. En lífið er ekki alltaf dans á rósum; sumir dagar eru mun betri en aðrir. Ég á það til að sætta mig betur við slæmu dagana á andlegan og vitsmunalegan hátt frekar en á tilfinningalegan. Það eru engin augljós svör til, en hluti af lausninni liggur greinilega í stöðugri viðleitni til þess að lifa samkvæmt sporunum tólf.

Sætti ég mig við að minn æðri máttur leggur aldrei á mig þyngri byrðar en ég ræð við – einn dag í einu?

Bæn dagsins
Megi ég sækja styrk í þá vitneskju að guð leggur aldrei meira á okkur en við getum borið. Að ég geti ætíð, á einhvern hátt, þolað núverandi þrautir, en raunir heillar æfi, samanþjappaðar í eina hörmungar stund, myndu örugglega gera út af við mig. Guði sé þökk að hann leggur aldrei meiri þrengingar á okkur en við ráðum við. Megi ég muna að þjáningar gefa af sér sálarþrek.

Minnispunktur dagsins
Sársauki stundarinnar er þolanlegur.