Hugleiðing dagsins
GA prógramið og félagar mínir í samtökunum hafa útvegað mér ný tæki og tól til þess að takast á við lífið. Ef ég notfæri mér þessi tæki og tól af vandvirkni og reglulega, þá munu þau hjálpa mér að losna við neikvæðar tilfinningar eins og sektarkennd, kvíða, uppreisn og stolt.

Þegar ég finn til depurðar, nota ég þá þau tæki sem hafa reynst árangursrík? Eða bít ég á jaxlinn og þjáist í þögn?

Bæn dagsins
Ég lofa minn æðri mátt fyrir að hafa gefið mér þau tæki, sem hjálpa mér að ná bata, þegar ég loks viðurkenndi vanmátt minn gagnvart fjárhættuspilum og laut vilja guðs, eins og ég skildi hann. Ég þakka fyrir tólf sporin og fyrir félagsskap samtakanna, sem geta hjálpað mér að sjá sjálfan mig eins og ég raunverulega er. Ég þakka fyrir orðin og frasana sem verða, þegar skilningur okkar á þeim eykst, gunnfánar okkar þegar við fögnum því að eiga líf án spilafíknar.

Minnispunktur dagsins
Breiðið út orðin og frasana sem leiða til bata.