Hugleiðing dagsins
Ég viðurkenndi að ég gæti ekki unnið stríðið gegn fjárhættuspilum upp á mitt einsdæmi. Því fór ég að gera mér grein fyrir þeirri mikilvægu staðreynd að traust á æðri mátt gæti hjálpað mér að yfirstíga það sem ætíð hafði virst óyfirstíganlegt. Ég hætti þessum stöðuga flótta. Ég hætti þessari stöðugu baráttu. Í fyrsta skipti á æfinni tók ég upp á því að sætta mig við – viðurkenna. Og í fyrsta skipti á ævinni fór ég að finna fyrir algjöru frelsi.

Geri ég mér grein fyrir því að það skiptir engu máli í hvernig skóm ég er ef ég er á sífelldum flótta?

Bæn dagsins
Megi ég kynnast því frelsi sem fylgir uppgjöf fyrir æðri mætti – þeirri mikilvægu tegund uppgjafar sem þýðir ekki “að gefast upp” heldur “að gefast undir” vilja guðs. Líkt og flóttamaður á flótta frá trúarreglu, megi ég hætta að felast, víkja mér undan, flýja. Megi ég finna það frelsi sem felst í uppgjöfinni, í þeirri vitneskju að guð vill að ég verði heill og heilbrigður og að hann muni vísa mér veginn.

Minnispunktur dagsins
Uppgjöf fyrst, síðan æðruleysi.