Hugleiðing dagsins
Við erum á vissan hátt heft vegna þess að við erum ófús til eða ófær um að leita okkur hjálpar hjá Æðri Mætti. En með tímanum förum við að biðja þess að losna undan fjötrum eigin vilja, til þess að geta farið að lifa samkvæmt vilja guðs. Ramakrishna orðaði það svo; “Sólin og tunglið endurspeglast ekki í gruggugu vatni, á sama hátt endurspeglast Almættið ekki í hjarta sem er heltekið af hugmyndinni um mig og mitt.”

Hef ég frelsað sjálfan mig úr því fangelsi sjálfs-vilja og stolts sem ég reisti sjálfum mér? Hef ég meðtekið frelsi?

Bæn dagsins
Megi orðið frelsi öðlast nýja merkingu fyrir mig, ekki bara “frelsi frá” fíkninni heldur “frelsi til” þess að yfirvinna hana. Ekki bara frelsi frá ánauð sjálfs-viljans heldur frelsi til þess að heyra og framkvæma vilja guðs.

Minnispunktur dagsins
Frelsi frá merkir frelsi til þess.