Hugleiðing dagsins
Við megum ekki láta þá gagsnlausu lífspeki, að við séum bara lánlaus fórnarlömb arfleifðar okkar, lífsreynslu okkar og umhverfis, villa okkur sýn – að þetta sé það sem stjórni ákvörðunum okkar. Þessi lífsýn leiðir ekki til frelsis. Við verðum að trúa því að við séum fær um að velja. Sem virkir spilafíklar, þá glötuðum við hæfileikanum til þess að velja hvort við létum undan sjúkdómnum eður ei. Á endanum tókum við þó þá ákvörðun sem leiddi okkur á braut bata.

Trúi ég því að með því að “verða fús” þá sé það besti valkosturinn?

Bæn dagsins
Megi ég losa mig við þá hugmynd að ég sé fórnarlamb alheimsins, ólánsöm vera föst í vef aðstæðnanna, sem innst inni ætlast til þess að allir aðrir bæti mér það upp að hafa átt svona erfitt uppdráttar. Við eigum ætíð val. Megi guð hjáalpa mér að velja viturlega.

Minnispunktur dagsins
Guð stjórnar ekki strengjabrúðum.