Hugleiðing dagsins
Raunveruleg virðing, mikilvægi og einstaklingseðli næst einvörðungu með því að reiða sig á Æðri mátt, mátt sem er mikill og góður og utan við allt sem ég get ímyndað mér eða skilið. Ég mun reyna mitt ýtrasta til þess að styðjast við þennan mátt við alla ákvarðanatöku. Jafnvel þó minn mennski hugur geti ekki gert sér í hugarlund hver útkoman muni verða, þá mun ég vera þess fullviss að hver svo sem útkoman verður þá mun hún verða mér til góðs.

Þó ekki væri nema bara fyrir daginn í dag, mun ég reyna að lifa einvörðungu í deginum í dag, en ekki reyna að tækla öll vandamál lífs míns í einu?

Bæn dagsins
Megi ég ekki taka neinar ákvarðanir né stuðla að neinum breytingum á lífi mínu, án þess að styðjast við minn Æðri mátt. Megi ég trúa því að þær fyrirætlanir sem guð hefur með líf mitt séu betri en nokkur sú áætlun sem ég gæti sjálfur upphugsað.

Minnispunktur dagsins
Guð er arkitektinn, ég er sá sem reisir.