Hugleiðing dagsins
Nú þegar ég hef fundið GA samtökin, þá er ég ekki lengur fangi þeirrar fíknar að verða að stunda fjárhættuspil. Frjáls, loksins frjáls undan því að þurfa sí og æ að upphugsa margslungnar fjarvistarsannanir – með hjartað í buxxunum af ótta við að það komist upp um mig. Frjáls undan sektarkenndinni og skömminni. Frjáls undan óttanum við stefnuvotta og gluggaumslög. Frjáls undan sístækkandi skuldabyrði.

Met ég að verðleikum frelsi mitt undan spilafíkn?

Bæn dagsins
Lofaður sé guð fyrir það að ég sé frjáls undan þörfinni fyrir að stunda fjárhættuspil. Það er fyrsta skrefið í átt til frelsis, sem mun leiða til frekara frelsis – frelsis til þess að meta hegðun mína á heilbrigðan og uppbyggilegan hátt, frelsi til þess að vaxa sem persóna, frelsi til þess að viðhalda eðlilegum samböndum við aðrar manneskjur. Ég mun aldrei hætta að þakka mínum Æðri mætti fyrir að hafa leitt mig frá ánauð minni.

Minnispunktur dagsins
Lof sé guði fyrir frelsi mitt.