Hugleiðing dagsins
Margir spilafíklar eru haldnir þeirri ranghugmynd að ef þeir leggi lag sitt við GA – hvort sem það er með því að mæta á fund eða ræða við GA félaga – þá verði þeim þröngvað til þess að játast trú á einn eða annan hátt. Þeir átta sig ekki á að trú er ekki afdráttarlaus skylda ef þú vilt gerast GA félagi; að hægt sé að öðlast frelsi frá spilafíkn með bara smá votti af trú; og að hugmynd okkar um æðri mátt – eins og við skiljum hann – veitir hverjum og einum nær óþrjótandi möguleika á vali á æðri mætti og skilgreiningu hans.

Öðlast ég styrk með því að deila reynslu minni með nýliðum?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei hræða nýliða og þá sem eru að íhuga að gerast félagar í GA, með því að troða upp á þá mínum hugmyndum um æðri mátt. Megi hver og einn finna sinn eigin æðri mátt. Megi allir finna innra með sér einhverja tengingu við einhvern æðri mátt eða veru, hvers máttur er sterkari þeirra eigin. Megi ég vaxa, bæði andlega og að umburðarlyndi, á hverjum degi.

Minnispunktur dagsins
Ég ætla að afreka, ekki að prédika.