Hugleiðing dagsins
Eitt máltæki segir; “hugurinn getur vegið raunveruleikann.” Þegar ég horfi tilbaka til geðveikinnar sem ríkti þegar ég var að spila, þá átta ég mig á merkingu þessa máltækis. Ein af mikilvægu aukaverkunum prógramsins er aukin skynjun á heiminum í kringum mig, sem gerir mér kleyft að sjá og njóta raunveruleikans. Þetta hjálpar mér við að forðast að gera of mikið úr þeim vandamálum sem ég tekst á við, nokkuð sem mér hætti til að gera og valda sjálfum mér þar með hugarangri.

Er ég að öðlast þá skynjun á raunveruleikann, sem er grundvallaratriði til þess að öðlast hugarró?

Bæn dagsins
Megi ég endurlífgast við að upplífa á ný raunveruleikann og fyllast eftirvæntingu við að skynja þær dásemdir og þau tækifæri sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég er farinn að sjá hluti og andlit taka á sig mynd og liti verða sterkari, eftir því sem ég losna undan því kæruleysis hugarfari sem einkenndi mig. Megi ég njóta þessarar nýfundnu birtu.

Minnispunktur dagsins
Skynjum raunveruleikann.