Hugleiðing dagsins
Manneskja sem vaknar á hverjum morgni með taugarnar þandar til hins ítrasta og hjartað fullt af sársauka, til þess að takast á við skelfilegan raunveruleikann; manneskja sem skjögrar í gegnum daginn í örvæntingu með þá ósk eina að mega verða dauðanum að bráð en berst þó áfram; manneskja sem fer í gegnum þetta allt dag eftir dag – slík manneskja býr yfir gríðarlegri seiglu og kjarki. Slíkt krefst raunverulegs hugrekkis. Hugrekkis sem einkennist af sjálfsbjargarviðleitni. Hugrekkis sem hægt er beita til góðra verka ef viðkomandi skyldi einhvern tíma rata til GA. Slík manneskja hefur öðlast hugrekki og kjark með miklum erfiðismunum og þegar hún kemur til GA þá mun hún uppgötva nýjar og yndislegar leiðir við beitingu þess.

Hef ég þann kjark og það hugrekki sem þarf til þess að halda áfram að reyna, einn dag í einu?

Bæn dagsins
Megi ég beita þeirri seiglu og þeim kjarki sem ég öðlaðist á meðan ég var virkur spilafíkill, til góðra nota í prógraminu. Fyrst ég var fær um að þrauka og halda lífi í gegnum hörmungar fíknarinnar, megi ég á sama hátt beita kjarki og seiglu við að öðlast bata með hjálp prógramsins. Megi kjarkur minn nýtast mér á uppbyggilegan hátt.

Minnispunktur dagsins
Guð varðveitti mig til þess að hjálpa sér við áform sín.