Hugleiðing dagsins
Að yfirvinna áralanga tortryggni og annað, sem við höfum brynjað okkur með gagnvart umhverfinu, er meira en bara sólarhrings verk. Okkur var orðið svo tamt að finnast við misskilin og ástlaus og hegða okkur í samræmi við það – hvort sem sú var raunin eður ei. Sum okkur gætu þurft tíma og æfingu til þess að brjótast út úr þessari skel og þeim þægindaramma sem einsemdin virðist vera. Jafnvel þó við séum byrjuð að trúa því og gera okkur grein fyrir að við séum ekki lengur ein á báti, þá hættir okkur stundum til þess að finna til gömlu kenndanna og hegða okkur í samræmi við þær.

Er ég byrjaður að slaka á? Er ég byrjaður að læra að færa mér í nyt GA prógramið, svipað eins og maður klæðist notalegri og þægilegri flík?

Bæn dagsins
Megi ég ekki búast við skyndilegri umbreytingu á mínum gömlu töktum. Bindindi mitt frá fjárhættuspilum er einungis byrjunin. Megi ég gera mér grein fyrir að einkenni fíknar minnar munu smám saman hverfa. Þó ég hverfi um stund aftur til fyrri sjálfsvorkunar eða stórbokkaháttar, megi það ekki draga úr mér kjarkinn heldur fylla mig þakklæti. Því ég get horfst í augu við sjálfan mig á heiðarlegan hátt og tekist á við sjálfsblekkinguna.

Minnispunktur dagsins
Það hefst með hægðinni.