Hugleiðing dagsins
Ég hef lært að endurskilgreina hugtakið kærleika, eftir að ég kom í GA samtökin. Ég hef til dæmis áttað mig á því að stundum er nauðsynlegt að setja kærleika framar ógagnrýninni framsetningu á staðreyndum/heiðarleika. Ég get ekki lengur, undir yfirskyni “fullkomins heiðarleika”, sært aðra að óþörfu. Í dag verð ég ætíð að spyrja sjálfan mig, “Hvað er farsælast og kærleiksríkast að gera í stöðunni?”

Er ég byrjaður að sá fræjum kærleika í daglegt líf mitt?

Bæn dagsins
Megi kærleikur Guðs sýna mér hvernig ég geti orðið kærleiksríkur. Megi ég fyrst verða var við þessa tilfinningu kærleika og væntumþykju innra með mér og síðan finna leið til þess að tjá hana. megi ég minnast þess hversu oft ég dró mig út úr samböndum vegna þess að ég kunni ekki að sýna ást eða þekkti jafnvel ekki tilfinninguna.

Minnispunktur dagsins
Þegar ég finn fyrir kærleika, þá verð ég kærleiksríkur.