Hugleiðing dagsins
Þegar ég byrja að bera saman líf mitt og annarra, þá byrja ég að færast nær og nær hinu myrka feni sjálfsvorkunar. Ef ég, á hinn bóginn, hef á tilfinningunni að það sem ég er að gera sé rétt og gott, þá minnkar þörf mín fyrir viðurkenningu og samþykki annarra. Lófaklapp er fínt og gott, en er ekki ómissandi fyrir mína innri hamingju. Ég tileinka mér GA prógramið til þess að losna við sjálfsvorkun, ekki til þess að auka mátt hennar til þess að eyðileggja mig.

Er ég að læra af öðrum hvernig þau hafa unnið úr sínum vandamálum, svo ég geti gert það sama við mín vandamál?

Bæn dagsins
Guð, lát mig ætíð vera vakandi fyrir því hvaðan ég kem og þeim nýju markmiðum sem ég hef verið hvattur til að setja mér. Megi ég hætta að leyta eftir viðurkenningu frá öðrum og fara að upplifa eigin sjálfsvirðingu, sjálfsmat og sjálfsálit þegar ég veit að ég hef unnið til þess. Hjálpa mér að gera sjálfan mig aðlaðandi í eigin augum, svo það megi skína í gegn, í stað þess að leita stöðugt aðdáunar utan frá. Ég er þreyttur á að vera í hlutverki og búningi, Guð; hjálpaðu mér að vera ég sjálfur.

Minnispunktur dagsins
Hefur einhver séð MIG?