Hugleiðing dagsins
Öll 12 Sporin eiga það sameiginlegt að þau biðja okkur að fara þvert gegn eigin tilhneigingu og löngun; þau gata, kreista og á endanum hleypa þau loftinu úr sjálfsáliti okkar. Þegar kemur að því að hleypa loftinu úr sjálfsáliti þá eru fá Spor eins erfið og Fimmta Sporið, sem krefst þess að við “viðurkennum fyrir okkur sjálfum og annarri manneskju nákvæmlega í hverju yfirsjónir okkar felast.” Fá Spor eru eins erfið og það Fimmta en fá eru eins mikilvæg fyrir lang-tíma frelsi frá spilafíkn og einmitt Fimmta Sporið.

Hef ég hætt að lifa einsamall með kvalafullu draugum fortíðar?

Bæn dagsins
Megi Guð veita mér styrk til þess að horfast í augu við Fimmta Sporið – þann skelfi sjálfsálitsins. Megi ég ekki hika við að deila annmörkum mínum með GA félaga sem ég treysti. Með því að viðurkenna eigin ábyrgð á gjörðum mínum og deila því með öðrum, þá er ég í raun að losa mig við miklar byrðar.

Minnispunktur dagsins
Í kvöl Fimmta Sporsins felst frelsi mitt.