Hugleiðing dagsins
Eftir að við höfum gert reikningsskilin í Fimmta Sporinu, urðum við þess “albúin”, eins og segir í Sjötta Sporinu, til þess að losna við þessa skapgerðarbresti. Það er auðvelt, daginn eftir að spilað frá sér allt vit, að vera “albúin” en við vitum að fúsleiki okkar á þeirri stundu kann að litast af eymdinni sem við upplifum á því augnabliki. Eftir því sem lengra líður frá síðasta spilafylleríi, þeim saklausara fer það að líta út í minningunni og jafnvel spennandi.

Er ég reiðubúinn Á ÞEIRRI STUNDU að losna við skapgerðarbresti mína?

Bæn dagsins
Megi ég “vera þess albúinn” að losna við skapgerðarbresti mína. Megi þetta orð “albúinn” endurvekja staðfestu mína skyldi hún dofna með tímanum og bindindi frá spilum. Megi Guð vera minn styrkur, þar sem ég get ekki aleinn losnað við skapgerðarbrestina.

Minnispunktur dagsins
Ég er “albúinn.”