Hugleiðing dagsins
Áður vorum við vön að biðja þess að hlutirnir breyttust – að við yrðum heppin, að ekki kæmist upp um okkur og svo framvegis. GA hefur kennt mér að raunveruleg bæn felst í þvi að biðja guð um breytingu á sjálfum mér. Það er einmitt það sem felst í sjöunda sporinu; að biðja guð í auðmýkt að losa okkur við brestina. Við biðjum guð um hjálp og það merkilega er að ef við virkilega viljum hjálp þáerum við bænheyrð. Útkoman byggir það mikið á okkar eigin vilja að það virðist sem lausnin hafi verið í okkar höndum. En hjálpin frá guði er veigamesti þátturinn; án hans hefðum við ekki getað þetta ein.

Hef ég beðið guð um hjálp við að breyta sjálfum mér?

Bæn dagsins
Megi ég læra að biðja á yfirgripsmikinn hátt – að guðs vilji verði, að guð losi mig við brestina. Það er engin þörf á að tilgreina nákvæmlega í hverju brestirnir felast; Guð veit allt og hann veit hverjir þeir eru. Megi mer lærast að smáatriði eru ekki nauðsynleg í bænum mínum. Það eina sem skiptir máli er auðmýkt og trú mín á að guð hafi í raun þann mátt sem til þarf til þes að breyta mínu lífi.

Minnispunktur dagsins
Að biðja guð um að breyta mér.