Hugleiðing dagsins
Hvað, nákvæmlega, er auðmýkt? Þýðir það að við eigum að vera undirgefin, sætta okkur við allt, sama hversu auðmýkjandi það er? Þýðir það að gefast upp fyrir hinu illa og skemmandi í lífinu? Nei, þvert á móti. Kjarni allrar auðmýktar er einfaldlega að löngun til þess að leita að og framkvæma vilja guðs.

Er ég byrjaður að átta mig á því að sönn auðmýkt varpar virðuleika og þokka á mig og styrkir mig til þess að taka skynsamlega og andlega á öllum mínum vandamálum?

Bæn dagsins
Megi ég uppgötva að auðmýkt er ekki að bugta sig og beygja, krjúpa né leyfa öðrum að valta yfir mig – með von um einhvers konar umbun, eins og viðurkenningu eða vorkunn. Sönn auðmýkt er meðvitund um hina viðamiklu ást guðs og styrk. Auðmýkt er að sjá hvernig ég, sem manneskja, tengist guðlegum mætti.

Minnispunktur dagsins
Auðmýkt er vitund um guð.