Hugleiðing dagsins
“Ekkert er nóg fyrir þann sem finnst nægilegt vera of lítið,” skrifaði gríski heimspekingurinn Epicurus. Við þurfum, nú þegar við erum laus undan viðjum fjárhættuspila og erum byrjuð að byggja upp sjálfsvirðingu og endurheimta álit vina og fjölskyldu, að passa okkur á því að verða ekki sjálfumglöð í nýfundinni velgengni okkar. Fyrir flest okkar þá hefur velgengni oftar en ekki stigið okkur til höfuðs og það enn hætta á því að það sama gerist, nú þegar við erum hætt að stunda fjárhættuspil. Við ættum að muna, svona til öryggis, að velgengni okkar stafar af náð guðs.

Ætla ég að muna að öll velgengni mín í dag er ekki af mínum völdum heldur guðs?

Bæn dagsins
Megi ég hafa hugfast að það var fyrir náð guðs sem ég fann frelsi – bara svo ég falli ekki í þá gryfju að stoltið fari að telja mér trú um að ég hafi gert þetta allt upp á eigin spýtur. Megi ég læra að höndla velgengina með því að þakka guði fyrir hana, en ekki með því að þakka mínu eigin vafasama ágæti.

Minnispunktur dagsins
Læra að höndla velgengni.