Hugleiðing dagsins
Upprunalegi tilgangur okkar með þátttöku í starfi GA samtakanna var að takast á við eitt ákveðið vandamál, en við áttuðum okkur fljótt á því að við myndum ekki eingöngu finna frelsi frá fíkninni heldur einnig frelsi til þess að lifa lífinu lifandi – laus við ótta og vonbrigði. Okkur lærðist að lausnirnar kæmu innan frá. Ég get, með hjálp Æðri máttar, auðgað líf mitt, aukið þægindi þess, gert það ánægjulegra og fyllt það æðruleysi.

Er ég breytast úr því að vera minn versti óvinur yfir í minn besta vin?

Bæn dagsins
Megi ég lofa minn Æðri mátt fyrir frelsi mitt – frá spilafíkninni, frá andlegu gjaldþroti, frá einmannaleika, frá ótta, frá sveiflunum á milli stolts og niðurlægingar, frá örvæntingu, frá ranghugmyndum, frá yfirborðsmennsku, frá hyldýpinu.
Ég er þakklát/ur fyrir það líf sem hefur fært mér þetta frelsi og hefur fyllt tómarúmið með góðmennsku og hugarró.

Minnispunktur dagsins
Að vera þakklát/ur fyrir allt það frelsi sem mér hefur áskotnast.