Hugleiðing dagsins
Það er kominn tími til að ég átti mig á því að viðhorf mitt – til lífsins og fólksins í kringum mig – getur haft áþreifanleg, mælanleg og afgerandi áhrif á það sem ég upplifi dagsdaglega. Ef ég er jákvæður þá get ég búist við að eitthvað jákvætt gerist. Og ef ég leitast við, á hverjum degi, að byggja viðhorf mitt og afstöðu á traustum andlegum grunni, þá veit ég að líf mitt mun breytast til hins betra.

Geri ég mér grein fyrir að frelsi mitt í dag frá spilafíkn er háð andlegri líðan minni?

Bæn dagsins
Sjúkdómur minn er andlegur – sem og tilfinningalegur – og því verð ég að leita andlegs bata með daglegu samneyti við guð. Megi ég finna frið og ró í huga mér svo ég geti átt kyrrðarstund með guði. Megi mér auðnast að sjá vilja guðs.

Minnispunktur dagsins
Að eiga kyrrðarstund með guði.