Hugleiðing dagsins
Áður fyrr fannst mér allt þurfa að vara að eilífu, það sem eftir væri ævinnar. Ég eyddi ótöldum stundum í að rifja upp gömul mistök. Ég reyndi að leyta huggunar í vonlausri væntingu um að á morgun yrði allt “öðruvísi og betra.” Reyndin varð sú að ég lifði í draumóraheimi þar sem hamingju naut ekki við. Engin furða að ég brosti sjaldan og hló nánast aldrei upphátt.

Eru hugsanir mínar enn bundnar við “að eilífu?”

Bæn dagsins
Megi nýársheit mín ekki vera bundin við árið í heild heldur einvörðungu einn dag í einu. Fyrri nýársheit mín hafa verið því marki brennd að vera yfirmáta stórfengleg og enst frekar stutt. Megi ég ekki veikja nýársheit mitt með því að láta það vara “að eilífu” – jafnvel ekki svo lengi sem heilt ár. Megi ég endurnýja heit mitt á hverjum degi. Megi mér lærast að hætta að horfa á fyrri mistök mín í ljósi eilífðarinnar. Megi mér í staðinn auðnast að hefja hvern dag með nýfundinni von og nýstrengdu heiti.

Minnispunktur dagsins
Gleðilegt nýtt ár.