Hugleiðing dagsins
Mér hefur ítrekað verið sagt að ég verði að vinna stöðugt í því að losna við  gömlu hugmyndirnar mínar. Stundum hef ég hugsað með mér;”Það er auðvelt fyrir þig að segja svona.” Alla mína æfi hef ég verið eins og vélmenni; ákveðin áreiti kölluðu á fyrirrfram gefin viðbrögð. Hugur minn á það enn til að bregðast við eins og vélmenni, en mér er að lærast að eyða út gömlu “forritunum” og hreinlega endurforrita sjálfan mig.

Er ég algjörlega fús til þess að losa mig við mínar gömlu hugmyndir? Er ég óttalaus og nákvæmur á hverjum degi.?

Bæn dagsins
Hálpa mér að fara yfir, á hverjum degi, hinar nýju og heilbrigðu hugsanir sem ég hef tamið mér og að losa mig við þær gömlu án eftirsjár og söknuðar. Því ég hef vaxið frá þessum gömlu hugmyndum, sem eru jafn slitnar og lúnar og gamalt skópar. Nú, þegar ég sé þær í réttu ljósi, þá sé ég að þær eru götóttar og hriplekar.

Minnispunktur dagsins
Prógramið forritar okkur upp á nýtt.