Ertu á leið til útlanda og langar á GA fund?
Á vef Gamblers Anonymous International Service Office er listi yfir GA fundi í hinum ýmsu löndum, allt frá Argentínu til Venezuela.

Sjá nánar; Fundir í útlöndum


Stuðningshópur spilafíkla á mánudögum kl.18.00.
Við viljum minna á stuðningshóp fyrir spilafíkla sem hittist á mánudögum kl.18.00 í Von í Efstaleiti. Þar hittast spilafíklar ásamt ráðgjafa frá SÁÁ og ræða málin.


GA eru samtök kvenna og karla sem deila með sér reynslu, styrk og von um að geta leyst sameiginlegt vandamál sitt og hjálpa öðrum að ná bata á spilafíkn.

Eina skilyrðið fyrir aðild, er löngunin til að hætta fjárhættuspili. Það eru engin félagsgjöld í GA samtökunum, við stöndum á eigin fótum með frjálsum framlögum okkar. GA er ekki í tengslum við neina reglu, sértrúaflokk, stjórnmál, samtök eða stofnun, óskar ekki eftir að taka þátt í neinum ágreiningi, hvorki styður né stendur með neinum málstað. Eini tilgangur okkar er að hætta fjárhættuspili og hjálpa öðrum spilafíklum til þess sama.