GA fjarfundir

Fimmtudagsdeild
GA fundur á vegum Fimmtudags Rugguhesta verður aðgengilegur í fjarfundi og verður haldið úti þar til að samkomubanni líkur og þegar Covid er liðið hjá þá verður þessum fundum fundinn annar tími ef vel tekst til. Allir velkomnir að vanda.
Lykilorðið fyrir fundinn er inni á Facebook grúppunni Bataspor 
Athugið að þetta er lokuð Facebook grúppa. Ef þú ert ekki meðlimur í grúppunni þá getur þú sent ósk um að gerast meðlimur – allir velkomnir.
Hérna er hægt að fara beint inná fundinn en það þarf að vera búið að skrá sig inn eða hlaða Zoom appinu niður á síma.
Fundurinn byrjar kl 19:30 … það er verður hægt að skrá sig inn 5 mín. fyrir fund.
Sunnudagsdeild
GA fjarfundur verður í kvöld sunndag 22.mars kl.21:00
Fundurinn er haldinn í Zoom fjarfundakerfi og þurfa gestir því að vera búnir að hlaða niður tilheyrandi hugbúnaði á tölvu eða síma.
Hugbúnaðinn er hægt að sækja t.d. hér: https://zoom.us/download
Leiðbeiningar;
# Byrjið á því að opna Zoom forritið
Þá kemur upp þessi gluggi – mynd 1 – þar veljið þið Join a Meeting
# Í næsta glugga – mynd 2 -setjið þið inn nr. fundarins: 169 546 672 og lykilorðið: 19619763
Veljið remember my name for future meetings – ef þið viljið
Þið getið slökkt á myndavélinni, ef þið eruð með hana og viljið ekki sjást í mynd
Smellið síðan á Join hnappinn
# Sláið inn lykilorðið og smellið á Join Meeting hnappinn – mynd 3
# Veljið annað hvort Join with Video eða Join without Video – mynd 4
# Smellið á Join with Computer Audio – mynd 5
# Þá eruð þið komin á fundinn – mynd 6
Athugið að þið getið slökkt á hljóðnema og myndavél með tökkunum sem eru neðst í horninu vinstra megin.
Það er æskilegt að þið slökkvið á hljóðnemanum á meðan aðrir fundargestir eru að tjá sig.
Fundarform er hefðbundið – leiðari leiðir í 10 – 15. mínútur og síðan fer röðin eftir þeirri röð sem fundargestir mæta.

Ertu á leið til útlanda og vilt fara á GA fund?
Á vef Gamblers Anonymous International Service Office er listi yfir GA fundi í hinum ýmsu löndum, allt frá Argentínu til Venezuela.

Sjá nánar; Fundir í útlöndum


GA eru samtök kvenna og karla sem deila með sér reynslu, styrk og von um að geta leyst sameiginlegt vandamál sitt og hjálpa öðrum að ná bata á spilafíkn.

Eina skilyrðið fyrir aðild, er löngunin til að hætta fjárhættuspili. Það eru engin félagsgjöld í GA samtökunum, við stöndum á eigin fótum með frjálsum framlögum okkar. GA er ekki í tengslum við neina reglu, sértrúaflokk, stjórnmál, samtök eða stofnun, óskar ekki eftir að taka þátt í neinum ágreiningi, hvorki styður né stendur með neinum málstað. Eini tilgangur okkar er að hætta fjárhættuspili og hjálpa öðrum spilafíklum til þess sama.