Það er enginn Gam-Anon fundur á Íslandi.

Aðstandendur spilafíkla eru velkomnir á föstudagsfund GA samtakanna. Föstudagsfundurinn er opinn fundur.

Gam – Anon eru sjálfbær samtök eiginkvenna, eiginmanna, ættingja og náinna vina spilafíkla. Gam – Anon samtökin eru ekki í skipulagstengslum við Gamblers Anonymous en þessi samtök vinna náið saman að sameiginlegum markmiðum.
Gam – Anon samtökin urðu til í New York árið 1960 þegar fjórar eiginkonur spilafíkla komu saman til að ræða sameiginlegt vandamál sitt. Fulltrúa frá Al – Anon samtökunum var boðið á fundinn til að ræða hvernig sá hópur tekur á því að búa með alkahólista og niðurstaðan var að sömu meginreglum mætti beita við það að búa með spilafíkli. Árið 1961 voru margir Gam – Anon hópar stofnaðir í Lor Angeles og síðan hafa samtökin vaxið stöðugt um allan heim.

Meirihluti Gam – Anon félaga eru eiginkonur spilafíkla því flestir félagar í GA – samtökunum eru karlmenn. Algengt er að Gam – Anon fundir séu haldnir samtímis GA – fundum, í sama húsi en annarri stofu. Eina skilirðið til að verða félagi í Gam – Anon er að eiga maka, ættingja eða vin sem er spilafíkill eða hafa á annan hátt orðið fyrir barðinu á spilafíkninni.

Margir ganga í Gam – Anon þótt spilafíkilinn sem þeir þekkja sé ekki í GA – samtökunum. Þeir sem ganga í Gam – Anon gera það vegna þess að þeir gera sér grein fyrir að þeir þurfa líka hjálp. Þegar makin ættingin eða vinurinn fer að átta sig á spilafíkninni og sækja Gam – Anon fundi kann það að leiða til þess að spilafíkilinn fari að sækja GA – fundi. Gam – Anon félögum er þó bent á að því sé ekki að treysta og að tilgangurinn með því að sækja Gam – Anon fundi sé að þeir sjálfir finni nýja leið til að lifa lífinu.

Áhrif spilafíknar á fjölskyldu

Einstaklingar sem eiga við spilavanda að stríða hafa almennt sömu markmið í lífinu og aðrir, þ.e. að lifa eðlilegu lífi, hafa góða og gefandi vinnu, fjölskyldu sem elskar þá, og að vera virtur sem einstaklingur.
Þetta eru hógvær markmið en geta samt verið erfið fyrir einstaklinga með þennan vanda. Einstaklingar sem misst hafa stjórn á spilamennsku sinni og skammast sín fyrir vandamál sitt fela það í flestum tilfellum fyrir ástvinum sínum. Þrátt fyrir að aðstandendur gruni að eitthvað sé ekki í lagi, þá geta stundum liðið mörg ár áður en raunverulega vandamálið kemur fram. Oft á tíðum eru samskiptin þá orðin stirð og traust takmarkað. Vandamálið er orðið svo stórt og yfirgripsmikið að erfitt getur verið fyrir einstaklinginn og fjölskylduna að vinna saman að lausninni. Aðstandendur verða reiðir yfir því að ástvinur þeirra brást trausti þeirra og það getur verið erfitt fyrir þá að vinna að lausn vandamáls sem er búið að vera lengi að þróast sem þau vissu ekkert um. Að því leytinu eru einstaklingar með spilavanda og aðstandendur þeirra í mismunandi stöðu hvað vandamálið varðar.
Einstaklingarnir hafa vitað af þessu í langan tíma, en fjölskyldumeðlimir þurfa tíma til að meta ástandið.
Aðstandendur þurfa oft að horfast í augu við harðan raunveruleika; ástvinur hefur brotið og misnotað traust þeirra fjárhagslega og þau vita ekki um þann fjárhagslega vanda sem þau eru jafnvel komin í.
Fjárhagsleg vandræði er oft erfiður á þeim tíma sem raunveruleg afleiðing spilavandans kemur fram. Aðstandendur þurfa að horfast í augu við eignartap og jafnvel gjaldþrot. Oft á tíðum hafa einstaklingar opnað reikninga í mörgum bönkum og hafa fengið yfirdráttarheimildir og kreditkort, selt hlutabréf og aðrar eignir, veðsett húsnæði, og fengið lán hjá vinnuveitendum og jafnvel ættingjum án þess að makinn vissi af því.
Það er mikilvægt að aðstandendur fái stuðning á meðan verið er að vinna úr málunum. Mikilvægt er að fjölskyldan vinni saman í því að koma jafnvægi á heimilislífið og bíði ekki með að taka ákvarðanir um stefnu fjölskyldunnar. Barnafólk þarf oft sérstaka aðstoð þar sem erfileikarnir koma oft fram í hegðunarvandamálum hjá börnum sem veldur auknu álagi.

Stjórnlaus spilamennska hefur margskonar áhrif á fjölskylduna:
Fjárhagslegir erfiðleikar:
Þegar aðstandendur komast að því að fjárhagslegt öryggi þeirra er ekki lengur til staðar finna þeir fyrir mikilli reiði, hræðslu og líða eins og þau hafi verið svikin. Aukið álag vegna fjárhagslegra vandamála gerir samskipti fjölskyldunnar erfið.

Félagsleg einangrun og andleg vanlíðan:
Vegna þess að vandamálið er oft langt komið þegar það loks kemur fram í dagsljósið verður það oft til þess að aðstandendur einangrast. Ástvinir vilja ekki vera nálægt þeim sem hafa sært þá og logið að þeim og þeir skammast sín fyrir að hafa treyst og trúað einstaklingnum.
Þannig einangrast fjölskyldumeðlimir. En fjölskyldan sem heild einangrast líka því að þeir vilja ekki að aðrir viti af vandamálinu.

Andleg og líkamleg vandlíðan:
Álag vegna stjórnlausrar spilamennsku veldur alltaf andlegri og líkamlegri vanlíðan. Fjölskyldumeðlimir finna fyrir auknu daglegu stressi, þunglyndi, svefnleysi, breytingu á matarlyst, magavandamálum og vandamálum tengdum vöðvabólgu og höfuðverkjum.

Þrotleysi:
Aðstandendum líður eins og heimur þeirra sé stjórnlaus. Oft gefast þeir upp og uppgjöfin berst yfir í nánasta umhverfi þeirra og kemur niður á vinnu og samskiptum við aðra. Þeir hætta að hugsa um sjálfa sig og verða eirðarlausir.

Áhrif á börn:
Þegar foreldrar eru uppteknir að andlegum og fjárhagslegum vandamálum þá getur það haft neikvæð áhrif á börn. Oft finna börn leiðir til að fanga athygli foreldra sinna, og oftast tekst það með því að gera eitthvað sem foreldrarnir vilja ekki.
Þetta bætir á togstreituna innan fjölskyldunnar. Börn einangrast, þeim líður eins og þau verði að vera hliðholl öðru foreldrinu og þau taka á sig ábyrgð sem þau eru ekki tilbúin að taka.
Oft verða börn andlegir stuðningsmenn foreldis og það getur bæði sært samband þeirra við foreldra og haft langvarandi og neikvæð áhrif á hvernig þau mynda sambönd við einstaklinga í framtíðinni.

Andlegt og líkamlegt ofbeldi:
Ofbeldi er líklegra hjá fjölskyldum sem eru undir langtíma álagi eins og spilavandamáli.

Sjálfsvíg:
Sjálfsvígstíðni er hærri hjá einstaklingum með spilavandamál og fjölskyldumeðlimum þeirra. Þeir sem eru líklegastir til að fremja sjálfsvíg eru einstaklingar sem hafa átt við spilavandamál að stríða í langan tíma, eru þunglyndir og nota áfengi eða eiturlyf.